Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA var að vonum svekktur með 2-1 tap sinna manna gegn Breiðablik á Akureyri í dag.
Lestu um leikinn: KA 1 - 2 Breiðablik
„Svekkjandi niðurstaða eftir að hafa komist til baka. Við fáum á okkur mark eiginlega strax, fáum líka færi þar sem Rodri skýtur framhjá og fannst við líka eiga fá víti í lokin. Það var ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið leikinn," sagði Hallgrímur.
Það vantaði upp á grimmdina í KA liðinu í dag.
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega svekktur með það hvað við vorum lélegir í návígum bæði á jörðinni og í lofti. Við vitum að Blikar eru góðir á boltanum en þeir eiga ekki að vera grimmari en við í návígum,"
Jajalo átti nokkrar frábærar vörslur í dag og kom í veg fyrir að KA var ekki í verri stöðu þegar liðið fékk vítaspyrnuna.
„Hann var með mjög flottar vörslur, hann er búinn að vera stabíll og flottur í langan tíma þannig það á ekki að koma neinum á óvart að hann spili vel," sagði Hallgrímur.