Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 08. október 2024 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd ekki rætt við Tuchel - Ten Hag í fríi
Mynd: EPA
Sky Sports fjallar um það í dag að Manchester United hafi ekki sett sig í samband við Thomas Tuchel og búist er við því að Erik ten Hag verði áfram stjóri liðsins eftir að ráðamenn félagsins funda í dag.

United hefur farið illa af stað á tímabilinu og kalla margir eftir því að stjóranum verði skipt út. Tuchel var einn þeirra sem orðaður var við starfið í vor en ef marka má fréttaflutning Sky Sports hefur enginn hjá United sett sig í samband við hannn að undanförnu.

United hefur einungis unnið þrjá af ellefu leikjum sínum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Ten Hag er þessa stundina í stuttu fríi þar sem það er landsleikjahlé og United á ekki leik fyrr en um aðra helgi. Ten Hag skilur stöðuna þannig að hann sé með stuðning stjórnarinnar.

Tuchel er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Bayern Munchen í lok síðasta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner