Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðstaðan í Úlfarsárdal verður enn betri
Úr Úlfarsárdalnum.
Úr Úlfarsárdalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fær fótboltahús.
Fram fær fótboltahús.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Reykjavíkurborg hafa náð saman um viðauka samning frá 2017 sem snýr að frekari uppbyggingu mannvirkja við íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal.

Viðaukinn nær inn á byggingu á áhaldageymslu, fótboltahúsi og betrumbætta blaðamannaaðstöðu.

Frá Fram
Samkvæmt nýja samningnum hefjast framkvæmdir árið 2025 með byggingu á áhaldageymslu, sem mun tengja saman núverandi íþróttahús Fram og fyrirhugað knatthús. Á sama tíma verður ráðist í endurbætur á blaðamannastúkum fyrir bæði innanhússíþróttir og knattspyrnuvöllinn, sem mun bæta upplifun og aðstöðu fyrir sjónvarpsútsendingar og blaðamenn.

Árið 2026 verður unnið að hönnun og kostnaðaráætlun fyrir nýtt knatthús, en gert er ráð fyrir að bygging þess hefjist árið 2027, í samræmi við samþykkta fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar. Fram hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku íþróttalífi frá upphafi og þessi nýja aðstaða er stór áfangi í sögu félagsins, sem hefur rækilega fest rætur í Úlfarsárdalnum á síðastliðnum árum.

Með þessum viðauka vonast félagið til að lausn hafi náðst á málefnum tengdum uppbyggingu knatthúss, áhaldageymslu og blaðamannastúku, eins og samningur frá 2017 kveður á um. Félagið lítur jákvætt til framtíðar og vonar að áframhaldandi samstarf við fyrirhugaðar umbætur verði Fram og Reykjavíkurborg til hagsbóta.

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, lýsa yfir ánægju með að samkomulag sé í höfn og hlakka til að sjá verkefnið verða að veruleika en það mun vera til hagsbóta fyrir alla íbúa Grafarholts og Úlfarsárdal og stuðla að frekari vexti félagsins.
Athugasemdir
banner
banner