Arsenal mætti Lyon í æfingaleik í Dúbaí í dag.
Arsenal gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en Gabriel kom liðinu yfir eftir 20 mínútna leik. Eddie Nketiah bætti öðru markinu við eftir undirbúning frá Fabio Vieira. Alexandre Lacazette fyrrum leikmaður Arsenal hafði misst boltann við teig Arsenal í aðdraganda marksins.
Vieira negldi svo síðasta naglann í kistu Lyon með mögnuðu marki undir lok fyrri hálfleiks. 3-0 lokatölur.
Aston Villa og Brighton áttust við í dag en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.
Danny Ings skoraði fyrra mark Villa en hinn tvítugi Arjan Raikhy skoraði seinna markið. Denis Undav skoraði bæði mörk Brighton en hann kom til liðsins fyrir síðustu leiktíð en náði sér engan vegin á strik.
Annað og þriðja mark Arsenal má sjá hér fyrir neðan.
Alexandre Lacazette loses the ball before Arsenal counter-attack for Fabio Vieira to set up Eddie Nketiah.
— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) December 8, 2022
2-0 Arsenal! ?? pic.twitter.com/DrReSzBOkV
Hahahaha drottinn minn dýri þetta er ekki hægt pic.twitter.com/Wsouwc45C4
— JS (@Eljohann4) December 8, 2022