Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 08. desember 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átök brutust út eftir að Pickford fagnaði sigrinum
Mynd: EPA

Jordan Pickford fagnaði frábærum sigri Everton á Newcastle innilega í gær en það fór illa í leikmenn Newcastle.


Everton vann leikinn 3-0 þar sem Dwight McNeil kom liðinu yfir seint í leiknum eftir slæm mistök Kieran Trippier og Abdoulaye Doucoure og Beto bættu sitthvoru markinu við.

Pickford markvörður Everton fagnaði vel í leikslok en það virtist fara illa í Bruno Guimaraes sem fór upp að enska markverðinum og þeir rifust.

Leikmenn beggja liða skárust í leikinn og þar einna helst Joelinton og átti þjálfaralið Newcastle í mestu erfiðleikum að koma honum í burtu.

Everton komst upp úr fallsæti með þessum sigri og situr nú í 17. sæti stigi á undan Luton. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar með 26 stig.


Athugasemdir
banner
banner