Það er sannkölluð meiðslakrísa á bakvörðum Arsenal en fjórir slíkir eru á meiðslalistanum sem stendur.
Oleksandr Zinchenko var í byrjunarliðinu gegn Man Utd í síðustu umferð en er ekki í leikmannahópnum gegn Fulham í dag en Mikel Arteta staðfesti að hann væri að kljást við meiðsli.
Þá eru Riccardo Calafiori, Takehiro Tomiyasu og Ben White einnig meiddir ásamt miðverðinum Gabriel.
Miðjumaðurinn Thomas Partey leysir af í hægri bakverðinum gegn Fulham í dag en Jorginho og Leandro Trossard koma inn í liðið frá sigrinum gegn Man Utd í síðustu umferð.
Athugasemdir