Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 09. janúar 2021 22:35
Aksentije Milisic
McTominay var fyrirliði í kvöld - „Súrrealískt augnablik"
Scott McTominay, leikmaður Manchester United, var fyrirliði liðsins í kvöld í leiknum gegn Watford í þriðju umferð FA bikarsins.

McTominay skoraði eina mark leiksins á fimmtu mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá Alex Telles. McTominay segir að það var draumur að rætast að bera fyrirliðabandið hjá United.

„Þetta var súrrealískt augnablik. Ég trúði því ekki þegar stjórinn sagði mér að ég yrði fyrirliði hér í kvöld," sagði McTominay.

„Ég hef verið hjá þessu félagi síðan ég var fimm ára gamall. Þetta er allt mitt líf og þetta var risa stór heiður."

Skotinn öflugi skoraði í kvöld og segir hann sjálfur að hann verði að skora fleiri mörk með kollinum.

„Ég á að skora fleiri mörk með skalla. Ég er 1,90 cm á hæð."
Athugasemdir