Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. janúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Haller að snúa aftur á keppnisvöllinn eftir krabbameinsmeðferð
Sebastien Haller á æfingu í Marbella.
Sebastien Haller á æfingu í Marbella.
Mynd: Getty Images
Sebastian Haller, framherji Borussia Dortmund, er farinn að æfa að fullum krafti að nýju eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð og lyfjameðerð vegna krabbameins í eistum.

Hann hefur ekki spilað fyrir þýska félagið síðan hann kom frá Ajax í júlí fyrir 31 milljón evra. Hann greindist með krabbamein aðeins nokkrum vikum eftir að hann skrifaði undir við Dortmund.

„Þetta hafa verið erfiðir sex mánuðir en ég er ánægður með að vera hérna," sagði Haller við fjölmiðla í æfingabúðum í Marbella.

Haller stefnir á að spila með Dortmund gegn Augsburg í fyrsta deildarleik félagsins á nýju ári, þann 22. janúar.

„Ég er ánægður með að vera hérna og æfa í þessu frábæra veðri og við frábærar aðstæður. Ég ætla að gera mitt besta til að spila þann 22. janúar," sagði Haller sem er fyrrum leikmaður Eintracht Frankfurt og West Ham.

Dortmund er í sjötta sæti þýsku Bundesligunnar, níu stigum frá toppliði Bayern München þegar fimmtán umferðum er lokið á tímabilinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 29 10 12 7 43 39 +4 42
7 Augsburg 29 10 9 10 47 46 +1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner