Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hreinn Ingi spilandi aðstoðarþjálfari Þróttar Vogum (Staðfest)
Brynjar Gestsson aðalþjálfari, Hreinn Ingi og Gísli Sigurðarson formaður Þróttar.
Brynjar Gestsson aðalþjálfari, Hreinn Ingi og Gísli Sigurðarson formaður Þróttar.
Mynd: Þróttur Vogum
Hreinn Ingi Örnólfsson hefur skrifað undir tveggja ára samning um að leika með Þrótti Vogum 2023 og 2024. Hreinn verður spilandi aðstoðarþjálfari og mun aðstoða Brynjar Þór Gestsson við þjálfun liðsins.

Hreinn, sem verður þrítugur á þessu ári, er reynslumikill varnarmaður sem leikið hafði lengi leikið með Þrótti Reykjavík áður en hann tók sér stutt hlé frá fótbolta. Hann sneri aftur í boltann á síðasta tímabili og lék með KV seinni hluta tímabilsins.

Hreinn er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék hann alls rúmlega 150 deildar- og bikarleiki í röndóttu treyjunni, marga þeirra sem fyrirliði liðsins.

Hreinn er með B.S.-gráðu í íþróttafræði og er að klára meistaragráðu í mannauðsstjórnun.

Þróttur Vogum er að leggja lokahönd á þjálfarateymið fyrir næsta sumar og er frekari tíðinda að vænta á vikum. Þróttarar verða í 2. deild á komandi tímabili eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner