Frank Lebouef, fyrrum leikmaður Chelsea, var allt annað en sáttur eftir 4-0 tap gegn Manchester City í FA-bikarnum í gær. Hann vill sjá Graham Potter fá stígvelið.
Stuðningsmenn Chelsea bauluðu á sitt lið í hálfleik, þegar þeir voru 3-0 undir.
Stuðningsmenn Chelsea bauluðu á sitt lið í hálfleik, þegar þeir voru 3-0 undir.
„Þetta er ekki félagið sem ég þekki. Þeir eru svo langt frá því að vera meistarar Evrópu. Ég er hreinlega í uppnámi að sjá þetta. Mér finnst þetta mikil óvirðing. Þeir gera ekkert til að láta fólki finna fyrir stolti. Berjist! Leggið ykkur alla fram!" segir Lebouf.
„Herra Potter, þetta er komið nóg. Það þurfa að eiga sér stað breytingar."
Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum og situr sem stendur í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Stjórn félagsins heldur áfram að standa við bakið á Potter.
Lebouf, sem vann FA-bikarinn með Chelsea 1997 og 2000, segist aldrei hafa séð félagið í eins miklum ólgusjó og gagnrýnir leikmenn fyrir að leggja sig ekki fram.
„Leikmenn hafa ekki viljann, þeir hafa ekki þorið. Þeir eru ekki með hugrekkið til að berjast fyrir merkið. Þeir eru ekki með stoltið," segir Lebouf. „Ég veit ekki hvað Kai Havertz er að gera, ég elska Mason Mount en láttu ekki svona! Ég veit ekki hvað Jorginho var að gera á vellinum."
Athugasemdir