Hinn 21 árs gamli Antonin Kinsky átti frábæran leik í marki Tottenham gegn Liverpool í enska deildabikarnum í gær.
Þetta var fyrsti leikurinn hans fyrir Tottenham en það eru aðeins fjórir dagar síðan hann gekk til liðs við félagið frá Slavia Prag.
„Ég myndi segja að mig dreymi stórt, ég ímynda mér framtíðina. Mig hefur aldrei dreymt þennan draum, þetta er magnað. Ég er svo ánægður með félagið. Ég kom hingað fyrir nokkrum dögum, allt gekk mjög vel, allir hérna eru svo góðir. Ég er svo ánægður með alllt liðið en þetta er bara fyrri leikurinn," sagði Kinsky.
Fjölskyldan mætti til að sjá fyrsta leikinn.
„Ég fékk að vita í gær að ég gæti byrjað svo ég hringdi strax í þau, systir mín kom, kærastinn hennar og foreldrar mínir. Ég var svo ánægður að hafa þau hérna á svona sérstöku kvöldi," sagði Kinsky.
Antonín Kinský vs. Liverpool | What a debut! ????????????
byu/Mobb_Starr incoys