Kobbie Mainoo er í viðræðum við Manchester United um nýjan samning.
Enskir fjölmiðlar segja frá því að Mainoo sé með miklar kröfur en hann vill fá um 200 þúsund pund í vikulaun.
Enskir fjölmiðlar segja frá því að Mainoo sé með miklar kröfur en hann vill fá um 200 þúsund pund í vikulaun.
Mainoo, sem er 19 ára, yrði fimmti launahæsti leikmaður Man Utd ef hann fengi þennan samning, á eftir Casemiro, Bruno Fernandes, Marcus Rashford og Mason Mount.
Það hefur hins vegar líka verið fjallað um að samningaviðræðurnar gangi ekki sérlega vel og er Chelsea að fylgjast vel með stöðu mála hjá honum.
Hinn 19 ára gamli Mainoo er samningsbundinn United til 2027 en félagið vill gera lengri samning við hann.
Mainoo er einn efnilegasti leikmaður Englendinga og gríðarlega spennandi miðjumaður.
Athugasemdir