West Ham hefur beðið um að fá að fylgjast með stöðu mála hjá Marcus Rashford, framherja Manchester United.
Graham Potter, nýr stjóri West Ham, er sagður áhugasamur um leikmanninn.
Graham Potter, nýr stjóri West Ham, er sagður áhugasamur um leikmanninn.
Það er hins vegar líklegra að Rashford muni fara út fyrir England þar sem hann hefur verið mest orðaður við AC Milan á Ítalíu og Borussia Dortmund á Ítalíu.
Rashford hefur ekki tekið þátt í síðustu leikjum Man Utd og oftar en ekki verið utan hóps að undanförnu. Hann virðist ekki vera inn í myndinni hjá Rúben Amorim, nýjum stjóra liðsins.
Líklegast þykir að Rashford fari annað á láni út tímabilið en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir