Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 09. febrúar 2021 12:30
Enski boltinn
Tekur Henderson stöðuna af David De Gea?
David De Gea, markvörður Manchester United, var mikið gagnrýndur eftir 3-3 jafnteflið gegn Everton um helgina. De Gea var til umræðu í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

„Hann var ekki nógu sannfærandi í þessum leik eins og oft í liði United. Hann hefur gert mistök inn á milli og verið linur," sagði Hlynur Valsson, lýsandi hjá Símanum.

„De Gea virðist alltaf vera pínu smeykur þegar hann fer í úthlaupin. Hann er góður markmaður, góður í fótunum og á milli stanganna en það virðist hafa dottið úr honum smá broddur."

Dean Henderson stóð sig vel á láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili og líklegt þykir að hann spili bikarleikinn gegn West Ham í kvöld. Henderson gæti farið að ógna byrjunarliðssæti De Gea.

„Hann (De Gea) hefur verið miðlungs í sínum frammistöðum. Það er spurning hvenær hann ætlar að gefa Henderson tækifærið. Það er kominn tími á það að mínu viti," sagði Jóhann Már Helgason.

Hlynur bætti við um Henderson: „Hann er góður markvörður og of góður til að vera á bekknum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er erfið staða fyrir Solskjær að velja á milli, sérstaklega þar sem De Gea er annar af launahæstu leikmönnunum á Old Trafford og það er erfitt að réttlæta það að hafa hann á bekknum."

Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins en þar var meira rætt um Liverpool. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - City kláraði pirraða Liverpool menn
Athugasemdir