Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 09. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fjölnir fær Tinnu Sól frá FH (Staðfest)
Mynd: Fjölnir

Fjölnir var að ganga frá tveggja ára samningi við Tinnu Sól Þórsdóttur sem kemur til félagsins úr röðum FH.


Tinna Sól er fædd árið 2003 og kom aðeins við sögu í einum deildarleik með FH sem vann Lengjudeildina í fyrra. Hún tók einnig þátt í einum bikarleik og skoraði mark þar en kláraði tímabilið svo með ÍH í 2. deildinni.

Tinna er miðjumaður að upplagi en hún er afar fjölhæf og getur leyst ýmsar stöður. Hún á að hjálpa Fjölni við komandi baráttu í 2. deild eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni.

„Knattspyrnudeild Fjölnis fagnar því að semja við þennan spennandi leikmann og væntir mikils af samstarfinu," segir í tilkynningu frá Fjölni.


Athugasemdir
banner
banner