Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. febrúar 2023 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kalli í Fylki (Staðfest)
Kominn í Fylki.
Kominn í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tillkynnti rétt í þessu að Ólafur Karl Finsen væri genginn í raðir félagsins og myndi spila með liðinu í sumar.

Óli Kalli hefur leikið með Stjörnunni undanfarin ár, þar er hann uppalinn en hefur einnig leikið með Selfossi, Val og FH hér á landi og unglingaliði AZ Alkmaar og Sandnes Ulf erlendis. Hann hætti í Stjörnunni undir lok síðasta tímabils vegna persónulegra ástæðna.

Óli Kalli er þrítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Stjörnunni og Val á sínum ferli.

Ólafur hefur leikið 255 KSÍ leiki og skorað í þeim 60 mörk. „Þetta er gríðarlega mikil liðsstyrking og verður gaman að sjá hann í appelsínugulu á þessu tímabili," segir í tilkynningu Fylkis. Hjá Fyllki hittir Óli Kalli fyrir Rúnar Pál Sigmundsson en hann var þjálfari hans hjá Stjörnunni þegar liðið varð Íslandsmeistari 2014.

Hann er sjötti leikmaðurinn sem Fylkir hefur fengið í sínar raðir frá því liðið vann Lengjudeildina síðasta sumar.

Komnir
Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni
Emil Ásmundsson frá KR
Jón Ívan Rivine frá Gróttu
Ólafur Karl Finsen frá Stjörnunni
Valgeir Árni Svansson frá Hönefoss
Pétur Bjarnason frá Vestra

Farnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í ÍR
Hallur Húni Þorsteinsson í Hauka á láni


Athugasemdir
banner
banner
banner