Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 20:36
Ívan Guðjón Baldursson
Arne Slot: Bjóst við meiru frá strákunum
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði óvænt á útivelli gegn Plymouth í enska bikarnum í dag og var Arne Slot þjálfari vonsvikinn að leikslokum.

Slot gerði stórfelldar breytingar á byrjunarliði Liverpool, þar sem tveir leikmenn úr unglingaliðinu fengu tækifæri ásamt varamönnum aðalliðsins. Diogo Jota og Luis Díaz voru þó einnig í byrjunarliðinu en Slot hefur verið gagnrýndur fyrir liðsvalið sitt, þar sem hann ákvað að hvíla alla lykilmenn liðsins.

„Það voru ekki margir ungir leikmenn í byrjunarliðinu og fólk segir að við erum með mjög sterkan leikmannahóp. Ég er sammála þeim og ég bjóst við meiru frá strákunum í dag. Vinnuframlagið var flott en þeir áttu að gera betur. Að lokum verðskuldaði Plymouth sigurinn, þeir vörðust gríðarlega vel og skoruðu úr vítaspyrnu sem var réttur dómur," sagði Slot við fréttamenn frá BBC Sport eftir lokaflautið.

„Það er ekki afsökun að byrjunarliðsmennirnir okkar voru ekki með. Leikmennirnir sem mættu til leiks í dag ættu að geta unnið svona leik og þess vegna er ég vonsvikinn. Við vissum að þetta yrði erfitt, það kom okkur ekki á óvart."

   09.02.2025 18:15
Arne Slot: Vissum að þetta yrði erfitt

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner