Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Arne Slot: Vissum að þetta yrði erfitt
Mynd: EPA
Arne Slot þjálfari Liverpool svaraði spurningum frá fréttamönnum ITV eftir óvænt tap gegn Plymouth í enska FA bikarnum í dag.

Liverpool er afar óvænt dottið úr leik eftir tap gegn botnliði Championship deildarinnar.

Slot mætti til leiks með varalið í bland við tvo leikmenn úr unglingaliðinu og tvo leikmenn úr byrjunarliðinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir liðsvalið sitt.

„Plymouth spilaði frábæran leik, þeir voru með gott leikskipulag og eiga mikið hrós skilið. Við áttum ekki góðan dag og þess vegna töpuðum við, svona getur gerst," sagði Slot eftir tapið.

„Ég get ekki sagt að leikmenn hafi ekki verið að leggja sig fram, en hvorugu liði tókst að skapa gott færi í þessum leik sem réðist svo af vítaspyrnu. Þetta var týpískur leikur sem ræðst á einni úrslitastundu og í dag féll þetta með þeim. Þeir spiluðu virkilega sterkan varnarleik gegn okkur og við áttum erfitt með að skapa færi.

„Ég get ekki sagt að ég sé neitt sérlega hissa, við vissum að þetta yrði erfitt. Það hjálpaði okkur ekki að byrjunarliðið sem mætti til leiks í dag hefur ekki spilað mikið saman. Þetta er sárt tap því við vildum komast langt í þessari keppni.

„Vandamálið í dag var ekki vinnuframlag leikmanna heldur sköpunargleðin. Við verðum að skapa fleiri færi ef við ætlum að sigra leiki."

Athugasemdir
banner
banner