Blackburn er að spila gegn Wolves í enska bikarnum þessa stundina en Rob Dorsett, fréttamaður hjá Sky Sports, sagði frá því að Derby hafi haft samband við Blackburn rétt fyrir leikinn og spurst fyrir um John Eustace.
VIðræðurnar munu fara á fullt strax eftir leikinn, þetta er athyglisvert að því leytinu til að Blackburn er í harðri baráttu um umspilssæti en Derby í fallbaráttu í Championship deildinni.
Eustace lauk leikmannaferlinum hjá Derby en hann lék þar frá 2013-2015 en hann var einnig á láni hjá félaginu árið 2009.
Derby er í leit að nýjum stjóra eftir að Paul Warne var látinn taka pokann sinn á dögunum. Liðið er í 22. sæti en Warne tapaði átta leikjum í röð áður en hann var rekinn.
Warne hafði stýrt liðinu frá 2022 og kom liðinu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð.
#dcfc have made a formal approach to #brfc for manager John Eustace. Derby mindful of Rovers’ FA Cup game v #wwfc this lunchtime but negotiations expected to accelerate after full time. Seems bizarre, with Rovers 6th and Derby in relegation places, but Derby have ambitious plans.
— Rob Dorsett (@RobDorsettSky) February 9, 2025
Athugasemdir