Plymouth 1 - 0 Liverpool
1-0 Ryan Hardie ('53 , víti)
1-0 Ryan Hardie ('53 , víti)
Það voru svo sannarlega óvænt úrslit í enska bikarnum í dag þegar Liverpool féll úr leik eftir tap gegn Plymouth sem er á botninum í Championship deildinni.
Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur. Liverpool var mun meira með boltann en Plymouth varðist vel og Liverpool tókst ekkert að ógna markinu.
Snemma í seinni hálfleik var Harvey Elliott afskaplega klaufalegur þegar hann fékk boltann í höndina innan teigs og vítaspyrna dæmd. Ryan Hardie tók spyrnuna og kom Plymouth yfir.
Darwin Nunez fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins þegar hann skallaði boltann að marki af mjög stuttu færi en Conor Hazard, markvörður Plymouth blakaði boltanum yfir og tryggði liðinu sigurinn.
Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður hjá Plymouth á 67. mínútu og hjálpaði liðinu að sigla sigrinum heim.
Athugasemdir