Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 12:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmaður Tonali: Ítölsk félög hafa ekki efni á honum
Mynd: EPA
Sandro Tonali, miðjumaður Newcastle, var orðaður við endurkomu í ítalska boltann í janúar en umboðsmaðurinn hans telur það vera ómögulegan kost.

Tonali hefur m.a. verið orðaður við Juventus en Eddie Howe, stjóri Newcastle, var spurður út í orðróminn í desember.

„Ég hlæ því mér finnst þetta bara vera út í bláinn. Sandro er mikilvægur hluti af því sem við erum að gera og fjárfestingin í honum er til langtíma," sagði hann þá.

Ítalski miðjumaðurinn gekk til liðs við Newcastle frá Milan árið 2023 fyrir 70 milljónir evra. Beppe Riso, umboðsmaður leikmannsins, segir að ítölsk félög hafi ekki efni á því að kaupa hann.

„Sandro er einn besti miðjumaður heims. Hann er nú metinn á upphæð sem ítölsk félög munu eiga erfitt með að eiga efni á. Ég sé fyrir mér að ferillinn hans verði fjarri ítölsku deildinni," sagði Riso.
Athugasemdir
banner
banner