Í spilaranum hér að ofan má hlusta á fjölbreytta umræðu úr útvarpsþættinum á laugardag. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson voru á sínum stað í gasklefanum en gestur var Tómas Meyer.
Meðal annars var um ítalska boltann við Björn Má Ólafsson þar sem aðalumræðuefnið var staða Parma. Þá var hringt til Rússlands þar sem Arnór Smárason skrifaði undir við Torpedo Moskvu á dögunum.
Upptökuna má heyra hér að ofan en síðar í dag birtum við upptöku af viðtali við Dagnýju Brynjarsdóttur, landsliðskonu og leikmann FC Bayern München.
Athugasemdir