fim 09. mars 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Í skammarkróknum eftir viðtal við danskt blað
Vestergaard á æfingasvæði Leicester.
Vestergaard á æfingasvæði Leicester.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Danski varnarmaðurinn Jannik Vestergaard æfir einn en hann er í skammarkróknum hjá Leicester eftir viðtal sem hann fór í við EkstraBladet í heimalandinu.

Vestergaard hefur ekki byrjað deildarleik síðan í janúar 2022 en hann hefur verið úti í kuldanum hjá stjóranum Brendan Rodgers og aðeins spilað þrjá leiki á tímabilinu.

Nú fær hann ekki að æfa með liðsfélögum sínum og æfir í staðinn einn með þrekþjálfara.

Vestergaard sagði í umræddu viðtali að það væri 'furðulegt' að Rodgers hefði ekki spilað sér á tímabilinu.

Þessi þrítugi leikmaður er með samning við Leicester út næsta tímabil. Í síðustu gluggum hefur hann verið orðaður við Fulham, Herthu Berlín og Mónakó.

Hann vildi ekki færa sig um set í janúarglugganum þar sem unnusta hans var komin langt á leið og var ráðlagt af læknum að ferðast ekki.

„Brendan Rodgers og félagið vissu nákvæmlega hvernig leikmann þeir voru að kaupa, þeir voru búnir að kynna sér alla styrkleika og veikleika mína. Það er erfitt að skilja af hverju ég er allt í einu ónothæfur. Þetta er furðulegt, ég verð að viðurkenna það," sagði Vestergaard við EkstraBladet.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner