Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. apríl 2021 12:04
Magnús Már Einarsson
Allir útileikmennirnir spila með Íslandi gegn Ítalíu
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson stýrir sínum fyrsta leik á morgun.
Þorsteinn Halldórsson stýrir sínum fyrsta leik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með hvernig undirbúningurinn hefur gengið fyrir vináttuleikinn gegn Ítalíu á morgun. Um er að ræða fyrsta leik Þorsteins sem þjálfari liðsins.

„Undirbúningurinn hefur gengið vel heilt yfir. Við höfum verið að rúlla yfir hluti og þetta hefur gengið fínt. Það eru allar heilar. Við höfum verið að fara í gegnum margt og reynt að koma hlutunum eins skilmerkilega frá okkur og við getum," sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.

Ísland og Ítalía mætast klukkan 14:00 á morgun en leikurinn verður í beinni útsendingu á YouTube síðu KSÍ Liðin eigast síðan aftur við á þriðjudag. Ísland er í 16. sæti á heimslistanum en Ítalía er í 13. sæti.

„Við vitum rosalega lítið um liðið og hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þær völdu 33 manna hóp og við gerum okkur ekki grein fyrir því hvaða hóp þeir nota á morgun. Eins og þetta er lagt upp þá er sterkasta liðið þeirra að spila á þriðjudaginn. Þá spila þær á aðalliðinu sínu. Maður gerir ráð fyrir því að það séu leikmennirnir sem eru seinni í goggunarröðinni sem spila á morgun."

Reyna að halda boltanum
Þorsteinn ætlar sjálfur að prófa marga leikmenn í komandi leikjum.

„Allir útileikmennirnir koma til með að spila. Við munum rúlla mikið á þessu og gera miklar breytingar á milli leikja. Við erum að skoða leikmenn og koma þeim inn í hlutina eins og við viljum gera þá."

„Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum. Við munum reyna að vera skapandi í leik okkar. Maður gerir sér ekki grein fyrir því hvernig liðið þeirra verður. Þetta verður pottþétt lið sem er að svipuðum styrkleika og við. Þetta verður hörkuleikur og við þurfum að vera taktíkst öguð sóknar og varnarlega. Við förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði bæði sóknar og varnarlega."


Aðrar fá tækifæri í fjarveru Söru og Dagnýjar
Miðjumennirnir öflugu Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru báðar fjarri góðu gamni. Ekki hefur verið tilkynnt hver verður fyrirliði á morgun í fjarveru Söru en Þorsteinn segir þetta gott tækifæri fyrir leikmenn til að sanna sig á miðjunni.

„Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og taka að sér leiðtogahlutverk á miðjusvæðinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þær höndla það. Það er alltaf missir af góðum leikmönnum en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra miðjusvæðinu og við óttumst það ekkert. Það er aldrei draumastaða að missa leikmenn en svona er staðan í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner