Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
Bjössi: Sem betur fer eigum við eina Katrínu Ágústsdóttur upp á topp
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
banner
   þri 09. apríl 2024 15:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Orri Hrafn í leiknum gegn KR.
Orri Hrafn í leiknum gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég mun alltaf gera það sem er best fyrir liðið, hef alltaf unnið þannig'
'Ég mun alltaf gera það sem er best fyrir liðið, hef alltaf unnið þannig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér líður mjög vel í Val og mér finnst þetta bara frábær klúbbur'
'Mér líður mjög vel í Val og mér finnst þetta bara frábær klúbbur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gott að vera kominn aftur í Árbæinn, eitthvað sem ég þurfti aðeins á að halda," sagði Orri Hrafn Kjartansson við Fótbolta.net í dag.

Orri er kominn á láni í uppeldisfélagið Fylki frá Val og lék á sunnudag með Fylki gegn KR í fyrstu umferð deildarinnar. Orri er 22 ára miðjumaður sem er samningsbundinn Orra út tímabilið 2025.

„Það var búið að liggja í höfðinu á mér hvað ég þyrfti að gera fyrir sjálfan mig. Þetta var niðurstaðan á endanum."

„Það var alveg áhugi annars staðar frá, en hausinn var í raun kominn þangað (til Fylkis). Það var stutt í mót, auðvelt að fara inn í aðstæður þar sem maður veit hvað maður er að fara út í. Hausinn var í rauninni í Árbænum allan tímann."

„Mér finnst tíminn hjá Val hafa verið mjög góður, mér líður mjög vel í Val og mér finnst þetta bara frábær klúbbur - þetta er meira og flottara en maður gerði sér grein fyrir."


Orri vildi fara frá Val til þess að spila meira. Hann kom við sögu í langflestum deildarleikjum Vals, byrjaði 11 af 24 leikjum sem hann kom við sögu í en vildi fá að spila meira.

Vildi fara áður en Valur bætti við síðasta púslinu
Er eitthvað sem breytist þegar Bjarni Mark kemur í Val?

„Nei, í rauninni ekki. Þessi hugsun var komin upp áður en hann kemur. Það er alveg hægt að segja að það hafi verið síðasta púslið en það hafði svo sem engin áhrif - hausinn var kominn á að fara áður en hann kom."

Innspýting að finna fyrir gleðinni í Árbænum
Hvernig er að klæðast aftur í appelsínugulu treyjuna?

„Það er bara frábært, frábært að finna fyrir ánægjunni og gleðinni í Árbænum. Það gefur manni auka innspýtingu að finna hana."

„Leikurinn á móti KR var ágætur. Við pressuðum þá eins og við ætluðum að gera og mér fannst það ganga mjög vel. Við náðum að neyða þá í lengri bolta og við sýndum að við erum með hörku öflugt lið sem getur skorað mörk. Með aðeins betri augnablikum varnarlega (væri þetta mjög flott). Við fengum ekkert mörg opin færi okkur, þetta var meira svona klaufagangur eftir föst leikatriði og fleira."

„Ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu. Ég vil helst spila í 'áttunni'. Ragnar Bragi meiddist og ég get, eins og hef gert hjá Val, leyst fleiri stöður og að sjálfsögðu geri ég það ef það er það sem þjálfaranum finnst best fyrir liðið. Ég mun alltaf gera það sem er best fyrir liðið, hef alltaf unnið þannig."


Allir vegir færir
Fylki er spáð falli úr deildinni, en hvað sér Orri liðið getað farið hátt?

„Ég held að okkur séu allir vegir færir. Okkur er auðvitað spáð í neðri helmingnum, sem er skiljanlegt því deildin er hörkugóð í ár. Við getum stefnt eins hátt og við getum og ég sé bara mjög góða möguleika."

„Við ræðum þetta alls ekki mikið, á hverju ári er einhverjum spáð falli, það þarf einhver að vera neðstur. Það er bara okkar að afsanna það."


Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst. Umfjöllun um fyrstu umferðina má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner