Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 09. apríl 2024 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
'Hann hittir alveg klárlega í lærið á mér'
'Hann hittir alveg klárlega í lærið á mér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er klárlega margt sem við getum byggt á upp á framhaldið'
'Það er klárlega margt sem við getum byggt á upp á framhaldið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég skil þetta ekki'
'Ég skil þetta ekki'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ábyggilega búinn að horfa á þetta atvik 30-40 sinnum," sagði Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, þegar Fótbolti.net hafði samband við hann í dag.

Atvikið sem er mikið á milli tannanna á fólki átti sér stað í seinni hálfleik í leik Breiðabliks og FH í gærkvöldi þegar Sigurður gerði tilkall til vítaspyrnu eftir viðskipti við Damir Muminovic. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi hins vegar ekkert.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Þetta er alltaf jafn mikið víti, ég skil þetta ekki. Þegar þetta gerist í leiknum sé ég Damir sveifla löppinni, ég næ að teygja mig í boltann í gegnum klofið á honum, og svo klárar hann (sveifluna). Hann reynir að draga úr sparkinu þannig hann sparkar ekkert sérlega fast í mig, en hann hittir alveg klárlega í lærið á mér. Í augnablikinu leið mér eins og Damir hefði gert risastór mistök. Ég hélt þetta yrði 100% víti og í raun steinhissa þegar það kom ekkert flaut," sagði framherjinn.

Á þessum tímapunkti í leiknum var Breiðablik 1-0 yfir en FH að þjarma vel að heimamönnum.

„Seinni hálfleikurinn, allavega fram að seinna markinu þeirra, var mjög góður. Markið þeirra slökkti aðeins í okkur. Við héldum samt alveg áfram, hættum ekkert, en það slokknaði aðeins í okkur."

Þjálfarinn Heimir Guðjónsson ákvað að breyta um leikkerfi í seinni hálfleik, fór úr því að vera með þrjá miðverði í að fjölga inn á miðsvæðinu.

„Við náðum að pressa þá miklu betur eftir að við fjölguðum inn á miðjunni. Mér fannst þeir lenda í meiri erfiðleikum að leysa pressuna í seinni hálfleiknum. Þeir voru að leysa hana nokkuð auðveldlega í fyrri hálfleik og við vorum ekki að ná að pressa þá af neinu viti. Heimir hefur greinilega séð það og breytti bara í hálfleik - góð breyting."

Hvernig líður þér með leikinn núna þegar þú horfir til baka?

„Bara svekkjandi að fá ekkert út úr honum. Við spiluðum seinni hálfleikinn sérstaklega mjög vel. Fyrri hálfleikurinn var ekkert afhroð þó að við höfum ekkert verið frábærir. Það er klárlega margt sem við getum byggt á upp á framhaldið," sagði Siggi.

Í spilaranum efst má sjá röð ljósmynda af atvikinu. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Heimi Guðjónsson og einnig má nálgast Innkastið þar sem farið var yfir leiki fyrstu umferðar.
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner
banner