Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
   þri 09. apríl 2024 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
'Hann hittir alveg klárlega í lærið á mér'
'Hann hittir alveg klárlega í lærið á mér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er klárlega margt sem við getum byggt á upp á framhaldið'
'Það er klárlega margt sem við getum byggt á upp á framhaldið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég skil þetta ekki'
'Ég skil þetta ekki'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ábyggilega búinn að horfa á þetta atvik 30-40 sinnum," sagði Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, þegar Fótbolti.net hafði samband við hann í dag.

Atvikið sem er mikið á milli tannanna á fólki átti sér stað í seinni hálfleik í leik Breiðabliks og FH í gærkvöldi þegar Sigurður gerði tilkall til vítaspyrnu eftir viðskipti við Damir Muminovic. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi hins vegar ekkert.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Þetta er alltaf jafn mikið víti, ég skil þetta ekki. Þegar þetta gerist í leiknum sé ég Damir sveifla löppinni, ég næ að teygja mig í boltann í gegnum klofið á honum, og svo klárar hann (sveifluna). Hann reynir að draga úr sparkinu þannig hann sparkar ekkert sérlega fast í mig, en hann hittir alveg klárlega í lærið á mér. Í augnablikinu leið mér eins og Damir hefði gert risastór mistök. Ég hélt þetta yrði 100% víti og í raun steinhissa þegar það kom ekkert flaut," sagði framherjinn.

Á þessum tímapunkti í leiknum var Breiðablik 1-0 yfir en FH að þjarma vel að heimamönnum.

„Seinni hálfleikurinn, allavega fram að seinna markinu þeirra, var mjög góður. Markið þeirra slökkti aðeins í okkur. Við héldum samt alveg áfram, hættum ekkert, en það slokknaði aðeins í okkur."

Þjálfarinn Heimir Guðjónsson ákvað að breyta um leikkerfi í seinni hálfleik, fór úr því að vera með þrjá miðverði í að fjölga inn á miðsvæðinu.

„Við náðum að pressa þá miklu betur eftir að við fjölguðum inn á miðjunni. Mér fannst þeir lenda í meiri erfiðleikum að leysa pressuna í seinni hálfleiknum. Þeir voru að leysa hana nokkuð auðveldlega í fyrri hálfleik og við vorum ekki að ná að pressa þá af neinu viti. Heimir hefur greinilega séð það og breytti bara í hálfleik - góð breyting."

Hvernig líður þér með leikinn núna þegar þú horfir til baka?

„Bara svekkjandi að fá ekkert út úr honum. Við spiluðum seinni hálfleikinn sérstaklega mjög vel. Fyrri hálfleikurinn var ekkert afhroð þó að við höfum ekkert verið frábærir. Það er klárlega margt sem við getum byggt á upp á framhaldið," sagði Siggi.

Í spilaranum efst má sjá röð ljósmynda af atvikinu. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Heimi Guðjónsson og einnig má nálgast Innkastið þar sem farið var yfir leiki fyrstu umferðar.
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner