Brynjar Jónasson var glaður í bragði með 1-3 sigur Fjarðabyggðar gegn Grindavík í dag. Brynjar setti tvö mörk í leiknum en þessi öflugi framherji var markakóngur í 2. deildinni í fyrra.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 3 Fjarðabyggð
„Þetta er frábært. Björguðum á línu svona 10 sinnum en þetta er gaman,“ sagði Brynjar.
Aðspurður hvort hann ætli sér markakóngstitilinn annað árið í röð. „Það væri frábært. Jú, ég tek það.“
Athugasemdir