Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 09. maí 2017 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Blikar.is 
Breiðablik fær miðvörð frá Norwich á láni (Staðfest)
Breiðablik er búið að klófesta Michee Efete á láni frá Norwich út tímabilið.

Norwich endaði rétt fyrir neðan umspilssæti í ensku Championship deildinni á tímabilinu og kom Michee við sögu í þremur bikarleikjum.

Michee á U-21 landsleiki fyrir Kongó að baki og á að leysa Elfar Frey Helgason af hólmi þar til hann snýr aftur úr láni frá Horsens í Danmörku.

Blikar staðfesta þetta á vefsíðu sinni skömmu eftir að staðfest var að Arnar Grétarsson hafi verið rekinn úr þjálfarastöðunni eftir aðeins tvo leiki.

Michee er snöggur miðvörður sem getur einnig leyst báðar bakvarðastöðurnar.
Athugasemdir
banner