Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 22:40
Victor Pálsson
Allardyce eftir fyrsta fallið: Erfiður endir á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce er fallinn úr ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn á sínum þjálfaraferli en hann er stjóri West Brom.

West Brom tapaði 3-1 gegn Arsenal í kvöld og því miður þýðir það að liðið á ekki möguleika á að halda sæti sínu í efstu deild.

Allardyce er þekktur fyrir það að halda liðum uppi í efstu deild en það tókst ekki að þessu sinni.

„Ég er ánægður því leikmennirnir gáfu allt í verkefnið. Við verðum þó að sætta okkur við það að gegn Arsenal og yfir allt tímabilið þá höfum við ekki verið alveg nógu góðir," sagði Allardyce.

„Við höfum svo sannarlega reynt okkar besta síðan í janúar. Frammistaðan hefur skánað en ekki úrslitin. Við gáfum allt í þetta gegn Arsenal en það var ekki alveg nóg."

„Þetta er erfiður endir á tímabilinu og nú eru þrír leikir eftir. Ég vildi halda í vonina þar til í síðustu umferð."
Athugasemdir
banner
banner
banner