Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 09. maí 2021 18:22
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea vann deildina í lokaumferðinni
Chelsea er Englandsmeistari annað árið í röð
Chelsea er Englandsmeistari annað árið í röð
Mynd: Getty Images
Kvennalið Chelsea er Englandsmeistari eftir að hafa unnið Reading 5-0 í lokaumferðinni í dag en liðið var framan af í baráttu við Manchester City um titilinn.

Fyrir lokaumferðina var Chelsea með 54 stig og Man City 52 stig en sigur Chelsea í dag var aldrei í hættu.

Fran Kirby skoraði tvívegis fyrir Lundúnarliðið á meðan þær Melanie Leupolz, Samantha Kerr og Erin Cuthbert komust einnig á blað.

Chelsea er því Englandsmeistari annað árið í röð og er þetta fjórði titill liðsins í deildinni. Kerr var markahæst í deildinni með 21 mark.

Chelsea mun einnig leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Liðið mætir Barcelona í úrslitum og Chelsea svo sannarlega búið að stimpla sig í hóp bestu liða í Evrópu. Þetta verður í fyrsta sinn sem liðið leikur til úrslita í Meistaradeildinni.

Man City vann West Ham 1-0 á sama tíma. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham og spilaði allan leikinn í dag.

María Þórisdóttir sat allan tímann á varamannabekk Manchester United sem vann Everton 2-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner