De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 09. maí 2023 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Svakalega sáttar með þetta
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði góða ferð suður með sjó í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur í Keflavík urðu 6-0 Breiðablik í vil sem léku við hvern sinn fingur í liðinu og stóðu uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Agla María Albertsdóttir mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum og var að vonum ánægð með uppskeru dagsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  6 Breiðablik

„Við erum bara svakalega sáttar með þetta. Líka fínn nýr völlur og gott að vera á gervigrasinu. Ég var mjög sátt með spilamennsku okkar, var mjög gott þegar Andrea skoraði fyrsta markið sem að létti svolítið á þessu og fannst mér leikurinn allan tímann vera í okkar höndum.“ Sagði Agla um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Blikar komust yfir strax á fyrstu mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði eftir 50 sekúndur. Það er svo sem alltaf markmið hjá liðum að skora snemma en var markmiðið að skora svona snemma?

„Já að sjáfsögðu. Mjög ánægjulegt þegar hún skoraði þarna og létti af okkur allri pressu. En það var aðallega gott fyrir okkur að ná að tengja saman sigurleiki og komast á smá skrið.“

Blikaliðið sem átti vonbrigða upphaf móts í tapi gegn Val hefur nú svarað fyrir það með tveimur sigrum á útivelli þar sem þær hafa gert níu mörk og ekki fengið á sig mark sem hlýtur að efla sjálfstraustið.

„Algjörlega, við vinnum á móti Tindastól á erfiðum útivelli. Við komum hingað til Keflavíkur þar sem við höfum ekki unnið síðustu ár og vinnum. Við erum að byrja mótið á erfiðum útileikjum sem við höfum ekkert endilega verið að vinna síðustu ár. Þetta er 50-50 leikur sem dettur Valsmegin í byrjun en síðan höfum við gert þetta mjög fagmannlega.“

Sagði Agla María en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner