Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   þri 09. maí 2023 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Svakalega sáttar með þetta
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði góða ferð suður með sjó í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur í Keflavík urðu 6-0 Breiðablik í vil sem léku við hvern sinn fingur í liðinu og stóðu uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Agla María Albertsdóttir mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum og var að vonum ánægð með uppskeru dagsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  6 Breiðablik

„Við erum bara svakalega sáttar með þetta. Líka fínn nýr völlur og gott að vera á gervigrasinu. Ég var mjög sátt með spilamennsku okkar, var mjög gott þegar Andrea skoraði fyrsta markið sem að létti svolítið á þessu og fannst mér leikurinn allan tímann vera í okkar höndum.“ Sagði Agla um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Blikar komust yfir strax á fyrstu mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði eftir 50 sekúndur. Það er svo sem alltaf markmið hjá liðum að skora snemma en var markmiðið að skora svona snemma?

„Já að sjáfsögðu. Mjög ánægjulegt þegar hún skoraði þarna og létti af okkur allri pressu. En það var aðallega gott fyrir okkur að ná að tengja saman sigurleiki og komast á smá skrið.“

Blikaliðið sem átti vonbrigða upphaf móts í tapi gegn Val hefur nú svarað fyrir það með tveimur sigrum á útivelli þar sem þær hafa gert níu mörk og ekki fengið á sig mark sem hlýtur að efla sjálfstraustið.

„Algjörlega, við vinnum á móti Tindastól á erfiðum útivelli. Við komum hingað til Keflavíkur þar sem við höfum ekki unnið síðustu ár og vinnum. Við erum að byrja mótið á erfiðum útileikjum sem við höfum ekkert endilega verið að vinna síðustu ár. Þetta er 50-50 leikur sem dettur Valsmegin í byrjun en síðan höfum við gert þetta mjög fagmannlega.“

Sagði Agla María en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner