Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 09. maí 2023 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Svakalega sáttar með þetta
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði góða ferð suður með sjó í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur í Keflavík urðu 6-0 Breiðablik í vil sem léku við hvern sinn fingur í liðinu og stóðu uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Agla María Albertsdóttir mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum og var að vonum ánægð með uppskeru dagsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  6 Breiðablik

„Við erum bara svakalega sáttar með þetta. Líka fínn nýr völlur og gott að vera á gervigrasinu. Ég var mjög sátt með spilamennsku okkar, var mjög gott þegar Andrea skoraði fyrsta markið sem að létti svolítið á þessu og fannst mér leikurinn allan tímann vera í okkar höndum.“ Sagði Agla um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Blikar komust yfir strax á fyrstu mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði eftir 50 sekúndur. Það er svo sem alltaf markmið hjá liðum að skora snemma en var markmiðið að skora svona snemma?

„Já að sjáfsögðu. Mjög ánægjulegt þegar hún skoraði þarna og létti af okkur allri pressu. En það var aðallega gott fyrir okkur að ná að tengja saman sigurleiki og komast á smá skrið.“

Blikaliðið sem átti vonbrigða upphaf móts í tapi gegn Val hefur nú svarað fyrir það með tveimur sigrum á útivelli þar sem þær hafa gert níu mörk og ekki fengið á sig mark sem hlýtur að efla sjálfstraustið.

„Algjörlega, við vinnum á móti Tindastól á erfiðum útivelli. Við komum hingað til Keflavíkur þar sem við höfum ekki unnið síðustu ár og vinnum. Við erum að byrja mótið á erfiðum útileikjum sem við höfum ekkert endilega verið að vinna síðustu ár. Þetta er 50-50 leikur sem dettur Valsmegin í byrjun en síðan höfum við gert þetta mjög fagmannlega.“

Sagði Agla María en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner