Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 09. maí 2023 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Svakalega sáttar með þetta
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði góða ferð suður með sjó í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur í Keflavík urðu 6-0 Breiðablik í vil sem léku við hvern sinn fingur í liðinu og stóðu uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Agla María Albertsdóttir mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum og var að vonum ánægð með uppskeru dagsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  6 Breiðablik

„Við erum bara svakalega sáttar með þetta. Líka fínn nýr völlur og gott að vera á gervigrasinu. Ég var mjög sátt með spilamennsku okkar, var mjög gott þegar Andrea skoraði fyrsta markið sem að létti svolítið á þessu og fannst mér leikurinn allan tímann vera í okkar höndum.“ Sagði Agla um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Blikar komust yfir strax á fyrstu mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði eftir 50 sekúndur. Það er svo sem alltaf markmið hjá liðum að skora snemma en var markmiðið að skora svona snemma?

„Já að sjáfsögðu. Mjög ánægjulegt þegar hún skoraði þarna og létti af okkur allri pressu. En það var aðallega gott fyrir okkur að ná að tengja saman sigurleiki og komast á smá skrið.“

Blikaliðið sem átti vonbrigða upphaf móts í tapi gegn Val hefur nú svarað fyrir það með tveimur sigrum á útivelli þar sem þær hafa gert níu mörk og ekki fengið á sig mark sem hlýtur að efla sjálfstraustið.

„Algjörlega, við vinnum á móti Tindastól á erfiðum útivelli. Við komum hingað til Keflavíkur þar sem við höfum ekki unnið síðustu ár og vinnum. Við erum að byrja mótið á erfiðum útileikjum sem við höfum ekkert endilega verið að vinna síðustu ár. Þetta er 50-50 leikur sem dettur Valsmegin í byrjun en síðan höfum við gert þetta mjög fagmannlega.“

Sagði Agla María en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner