Rúrik Gíslason leikmaður FC Kaupmannahafnar var borubrattur fyrir leik íslenska landsliðsins gegn Tékklandi þegar landsliðið mætti á æfingu í Laugardalnum klukkan 11.00 í morgun.
„Ég met þetta bara þannig að við eigum fína möguleika gegn gríðarlega sterku liði sem hefur varla tekið feilspor í þessari undankeppni," sagði Rúrik í samtali við Fótbolta.net
„Ég met þetta bara þannig að við eigum fína möguleika gegn gríðarlega sterku liði sem hefur varla tekið feilspor í þessari undankeppni," sagði Rúrik í samtali við Fótbolta.net
„Við vorum kannski full passívir úti. Við erum búnir að skoða leikinn okkar og erum búnir að halda tvo fundi síðan við komum í gær og við þurfum að sýna meira frumkvæði í sóknarleiknum."
Rúrik hefur undanfarið verið orðaður við Nurnberg í Þýskalandi en hann á eitt ár eftir af samningnum sínum við FCK.
„Er ekki alltaf verið að orða einhvern við eitthvað lið? Við sjáum bara hvað gerist ég á eitt ár eftir af samning og mér líður vel í Kaupmannahöfn. Kannski svolítið leiðinlegt svar en ég er bara að hugsa um landsliðið núna og svo sjáum við bara hvað gerist eftir landsleikinn."
„Ég hef bara sjaldan verið í betra standi held ég og við erum staðráðnir að ná í þrjú stig, sagði Rúrik léttur.
Athugasemdir
























