Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fös 09. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson fær ekki grænt ljós fyrr en De Gea semur
Mynd: EPA

Enski markvörðurinn Dean Henderson er við það að ganga í raðir Nottingham Forest þar sem hann mun berjast við Wayne Hennessey og Ethan Horvath um byrjunarliðssæti.


Henderson var hjá Forest á láni á síðustu leiktíð og er spenntur fyrir því að skipta yfir til félagsins þar sem hann býst ekki við að fá nægan spiltíma innan herbúða Manchester United.

Man Utd er nálægt því að komast að samkomulagi við Forest um kaupverð en mun ekki gefa grænt ljós á félagsskiptin fyrr en David de Gea skrifar undir nýjan samning við Rauðu djöflana.

Takist ekki að semja við De Gea þarf Man Utd að leita sér að nýjum markverði eða treysta á Henderson á næstu leiktíð.

Forest og Henderson eru einnig nálægt því að ná samkomulagi um samningsmál og því eru skiptin nokkuð nálægt því að geta gengið í gegn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner