Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 09. júní 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Laimer kominn til Bayern (Staðfest)
Konrad Laimer (til hægri)
Konrad Laimer (til hægri)
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Konrad Laimer er kominn til Bayern München og hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þessi 26 ára Austurríkismaður kemur frá RB Leipzig.

„Þetta er draumur að rætast fyrir mig. Bayern er eitt stærsta félag heims," segir Laimer.

„Ég mun gefa allt sem ég get fyrir félagið og stuðningsmennina. Bayern setur markið hátt, eins og ég. Ég er á réttum stað hérna."

Bayern tryggði sér þýska meistaratitilinn í lokaumferð deildarinnar. Liðið var þó alls ekki sannfærandi á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner