Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 09. júní 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Maguire vill vera áfram hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
TalkSport segir að varnarmaðurinn reynslumikli Harry Maguire vilji helst vera áfram hjá Manchester United og berjast um sæti í liði Erik ten Hag.

Maguire lék aðeins sextán úrvalsdeildarleiki á fyrsta tímabilinu undir stjórn Ten Hag og United er tilbúið að selja hann í sumar.

Maguire er fyrir aftan Lisandro Martínez, Raphael Varane og Victor Lindelöf í goggunarröðinni á Old Trafford og þá hefur bakvörðurinn Luke Shaw líka verið valinn framyfir hann í miðvörðinn. Það eru engar vísbendingar um að hlutskipti hans yrði annað á næsta tímabili.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur talað um að staða Maguire hjá United sé áhyggjuefni.

Tottenham er sagt hafa áhuga á Maguire og United vill fá Suður-kóreska miðvörðinn Kim Min-jae frá Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner