Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona íhugar að reyna við fyrrum leikmann Real Madrid
Mynd: EPA
Barcelona er að skoða þann möguleika að fá Borja Mayoral, fyrrum leikmann Real Madrid, til félagsins í sumar.

Samkvæmt spænsku miðlunum eru ágætis líkur á því að brasilíski framherjinn Vitor Roque yfirgefi Barcelona í sumar, en umboðsmaður hans hefur þegar talað opinberlega um þá slæmu meðferð sem leikmaðurinn hefur fengið frá því hann kom frá Brasilíu.

Ef Roque verður seldur þá er Barcelona að íhuga að fá Borja Mayoral frá Getafe.

Mayoral, sem meiddist á hné undir lok tímabils, skoraði 15 deildarmörk með Getafe á síðustu leiktíð.

Spænski framherjinn hóf ferilinn hjá Real Madrid en fékk fá tækifæri með aðalliðinu og var lánaður til Roma, Wolfsburg og Levante áður en Getafe keypti hann fyrir 10 milljónir evra fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner