Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   sun 09. júní 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Pochettino taki við Man Utd
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino mun líklega ekki taka við Manchester United í sumar.

Pochettino var látinn fara frá Chelsea í síðasta mánuði og þá er Manchester United að íhuga stöðu Erik ten Hag.

Samkvæmt ensku miðlunum hafa þeir Thomas Tuchel, Pochettino og Gareth Southgate verið orðaðir við stjórastöðuna hjá United, en Tuchel hefur þegar skráð sig úr leik.

Tuchel ætlar að taka sér frí frá fótbolta og bætir Telegraph við að það sé ólíklegt að Pochettino taki við starfinu.

Ef Man Utd vill fá Southgate þá þarf það að bíða þangað til eftir Evrópumótið.

Enska félagið er eins og áður segir að íhuga framtíð Ten Hag, en ákvörðun mun líklegast liggja fyrir í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner