Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 09. júní 2025 21:13
Alexander Tonini
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Lengjudeildin
Frosti í leiknum í dag.
Frosti í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sætt loksins. Tilfinningin er virkilega góð, þetta er búið að vera einhverjir fimm, sex leikir með bikar sem búið er að tapa og búið að vera súrt. Okkar fannst við eiga meira inni og það kemur bara hérna, höldum hreinu og náum að skora tvö", sagði Frosti Brynjólfsson eftir mikilvægan 0-2 sigur Selfyssinga á móti Fjölni.

Strákarnir frá Selfossi hafa átt í vandræðum með að skora mörk í upphafi tímabilsins og voru fyrir þennan leik einungis búnir að skora fjögur mörk í fyrstu sex leikjunum.

„Vonandi kemur meira í framhaldinu, við erum búnir að vera aðeins að klára á æfingum í vikunni og það hefur skilað sér, alla veganna í dag"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

Það voru krefjandi aðstæður á Fjölnisvellinum í kvöld og liðin skiptust á að spila á móti vindi. Selfyssingar spiluðu á móti vindi í seinni hálfleik og markið hans Frosta kom einmitt eftir langa hreinsun úr vörninni sem datt þægilega fyrir fæturnar á honum.

„Það var erfitt, hann stoppaði eimitt þegar hann fór upp í loftið. Það kom ein sending í lokin þar sem ég náði að nýta það.
Ég sá Alfred og hann var að fara að hreinsa boltann. Ég tók sénsinn að hann færi yfir línuna, svo sá ég að það voru einhverjir þrjátíu metrar í markið. Það eina sem ég hugsaði er að ég þyrfti að skora, það varð raunin."


„Það er svolítið mikið gert grín að þessu, það eru alltaf skærin sko. Heiðar var einmitt að pæla í því fyrir leik af því að ég var á hægri í dag hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri. Þá þarf ég bara að fara inn á völlinn og skjóta með vinstri og það kom mark upp úr því", bætti Frosti við að lokum þegar fréttamaður spurði hann út í fjölda skæra sem hann tók í leiknum.

Þess má geta að hér var Frosti að tala um Heiðar Helguson fyrrum landsliðsmanns Íslands en hann er hluti af þjálfarteymi Selfyssinga. Ekki amalegt að geta nýtt þann reynslubanka.
Athugasemdir
banner