Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. júní 2025 21:13
Alexander Tonini
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Lengjudeildin
Frosti í leiknum í dag.
Frosti í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sætt loksins. Tilfinningin er virkilega góð, þetta er búið að vera einhverjir fimm, sex leikir með bikar sem búið er að tapa og búið að vera súrt. Okkar fannst við eiga meira inni og það kemur bara hérna, höldum hreinu og náum að skora tvö", sagði Frosti Brynjólfsson eftir mikilvægan 0-2 sigur Selfyssinga á móti Fjölni.

Strákarnir frá Selfossi hafa átt í vandræðum með að skora mörk í upphafi tímabilsins og voru fyrir þennan leik einungis búnir að skora fjögur mörk í fyrstu sex leikjunum.

„Vonandi kemur meira í framhaldinu, við erum búnir að vera aðeins að klára á æfingum í vikunni og það hefur skilað sér, alla veganna í dag"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

Það voru krefjandi aðstæður á Fjölnisvellinum í kvöld og liðin skiptust á að spila á móti vindi. Selfyssingar spiluðu á móti vindi í seinni hálfleik og markið hans Frosta kom einmitt eftir langa hreinsun úr vörninni sem datt þægilega fyrir fæturnar á honum.

„Það var erfitt, hann stoppaði eimitt þegar hann fór upp í loftið. Það kom ein sending í lokin þar sem ég náði að nýta það.
Ég sá Alfred og hann var að fara að hreinsa boltann. Ég tók sénsinn að hann færi yfir línuna, svo sá ég að það voru einhverjir þrjátíu metrar í markið. Það eina sem ég hugsaði er að ég þyrfti að skora, það varð raunin."


„Það er svolítið mikið gert grín að þessu, það eru alltaf skærin sko. Heiðar var einmitt að pæla í því fyrir leik af því að ég var á hægri í dag hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri. Þá þarf ég bara að fara inn á völlinn og skjóta með vinstri og það kom mark upp úr því", bætti Frosti við að lokum þegar fréttamaður spurði hann út í fjölda skæra sem hann tók í leiknum.

Þess má geta að hér var Frosti að tala um Heiðar Helguson fyrrum landsliðsmanns Íslands en hann er hluti af þjálfarteymi Selfyssinga. Ekki amalegt að geta nýtt þann reynslubanka.
Athugasemdir
banner
banner