Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. júní 2025 22:22
Alexander Tonini
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara hundfúll, máttum bara ekki tapa þessum leik. Fáum á okkur mark eftir okkar klaufagang. Það hjálpar þeim í framhaldinu að setjast bara niður og bíða", sagði Gunnar Már Guðmundsson þjálfari Fjölnis vonsvikinn eftir 0-2 tap sinna manna á heimavelli gegn Selfossi.

„Þetta er svona leikur sem við hreinlega hefðum ekki getað keypt okkur mark. Ég held að það geta allir vera sammála að við vorum meira með boltann og sköpuðum meira en þeir, en þeir vinna þetta"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

Sóknarlína Fjölnis virkaði þreytt hér í kvöld og tókst liðinu ekki að skora í kvöld þrátt fyrir að hafa fengið nokkur góð færi.

„Ég veit það ekki, það er náttúruleg bara þungt andrúmsloftið yfir öllu hérna núna. Það er búið að ganga illa og við þurfum að grafa djúpt til að sækja úrslit í næstu leikjum"

„Við þurfum að hugsa um okkar, við þurfum að sækja stig. Ég held að það sé alveg klárt að við þurfum að vera í lok móts með tuttugu og tvö-þrjú stig til að halda okkur í þessari deild. Það er hellingur af stigum í pottinum og við höldum bara áfram", sagði Gunnar þegar honum var bent á að Leiknir Reykjavík unnu sinn leik í kvöld.

Með þessum úrslitum sem og öðrum situr Fjölnir eftir á botni Lengudeildarinnar að sjö umferðum loknum.


Athugasemdir
banner
banner