Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   mán 09. júní 2025 22:22
Alexander Tonini
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara hundfúll, máttum bara ekki tapa þessum leik. Fáum á okkur mark eftir okkar klaufagang. Það hjálpar þeim í framhaldinu að setjast bara niður og bíða", sagði Gunnar Már Guðmundsson þjálfari Fjölnis vonsvikinn eftir 0-2 tap sinna manna á heimavelli gegn Selfossi.

„Þetta er svona leikur sem við hreinlega hefðum ekki getað keypt okkur mark. Ég held að það geta allir vera sammála að við vorum meira með boltann og sköpuðum meira en þeir, en þeir vinna þetta"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

Sóknarlína Fjölnis virkaði þreytt hér í kvöld og tókst liðinu ekki að skora í kvöld þrátt fyrir að hafa fengið nokkur góð færi.

„Ég veit það ekki, það er náttúruleg bara þungt andrúmsloftið yfir öllu hérna núna. Það er búið að ganga illa og við þurfum að grafa djúpt til að sækja úrslit í næstu leikjum"

„Við þurfum að hugsa um okkar, við þurfum að sækja stig. Ég held að það sé alveg klárt að við þurfum að vera í lok móts með tuttugu og tvö-þrjú stig til að halda okkur í þessari deild. Það er hellingur af stigum í pottinum og við höldum bara áfram", sagði Gunnar þegar honum var bent á að Leiknir Reykjavík unnu sinn leik í kvöld.

Með þessum úrslitum sem og öðrum situr Fjölnir eftir á botni Lengudeildarinnar að sjö umferðum loknum.


Athugasemdir