Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. júní 2025 17:14
Atli Arason
Hemmi Hreiðars: Við erum með leikinn í höndum okkar
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson er þjálfari HK.
Hermann Hreiðarsson er þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, var ekki sáttur eftir 2-1 tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni í dag. HK-ingar voru marki yfir og manni fleiri þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.


„Við erum með leikinn í höndum okkar höndum. Við brennum á dauðafærum, tvisvar þar sem við erum komnir einn í gegn og svo erum við 1-0 yfir og manni fleiri. Það er ekki hægt að sakast við neinn nema sjálfa okkur,“ sagði Hermann vonsvikin í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

„Við verðum að einfalda leikinn, hjálpa hvorum öðrum og spila á réttum stöðum og vera ekki að gefa frá okkur aukaspyrnur á röngum stöðum. Nota aðeins hausinn betur og vera yfirvegaðri. Svo var það fyrsta snertingin, ég veit það ekki. Hvert einasta snerting var bara.. ég veit það ekki,“ bætti Hermann við.

Þrátt fyrir að HK-ingar hafi kastað leiknum frá sér þá gat Hermann einnig dregið fram jákvæða punkta úr frammistöðu sinna manna. 

„Við vorum með góða stjórn á leiknum. Ég held að Óli [Örn Ásgeirsson, markvörður HK] þurfti ekki að verja skot fyrr en við fáum á okkur mark á 70. mínútu og erum þá manni fleiri. Það er jákvætt, að stjórna leik frá A-Ö. Þeir [Grindvíkingar] hafa verið að skora svolítið af mörkum og við stoppuðum eiginlega allar þeirra aðgerðir en okkur tókst ekki að refsa til að klára leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner