Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 09. júní 2025 17:14
Atli Arason
Hemmi Hreiðars: Við erum með leikinn í höndum okkar
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson er þjálfari HK.
Hermann Hreiðarsson er þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, var ekki sáttur eftir 2-1 tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni í dag. HK-ingar voru marki yfir og manni fleiri þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.


„Við erum með leikinn í höndum okkar höndum. Við brennum á dauðafærum, tvisvar þar sem við erum komnir einn í gegn og svo erum við 1-0 yfir og manni fleiri. Það er ekki hægt að sakast við neinn nema sjálfa okkur,“ sagði Hermann vonsvikin í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

„Við verðum að einfalda leikinn, hjálpa hvorum öðrum og spila á réttum stöðum og vera ekki að gefa frá okkur aukaspyrnur á röngum stöðum. Nota aðeins hausinn betur og vera yfirvegaðri. Svo var það fyrsta snertingin, ég veit það ekki. Hvert einasta snerting var bara.. ég veit það ekki,“ bætti Hermann við.

Þrátt fyrir að HK-ingar hafi kastað leiknum frá sér þá gat Hermann einnig dregið fram jákvæða punkta úr frammistöðu sinna manna. 

„Við vorum með góða stjórn á leiknum. Ég held að Óli [Örn Ásgeirsson, markvörður HK] þurfti ekki að verja skot fyrr en við fáum á okkur mark á 70. mínútu og erum þá manni fleiri. Það er jákvætt, að stjórna leik frá A-Ö. Þeir [Grindvíkingar] hafa verið að skora svolítið af mörkum og við stoppuðum eiginlega allar þeirra aðgerðir en okkur tókst ekki að refsa til að klára leikinn,“ sagði Hermann Hreiðarsson. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner