Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 09. júní 2025 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Jón Ólafur Daníelsson var kátur eftir frábæran sigur ÍBV á útivelli gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Eyjakonur sigruðu á Sauðárkróki og tryggðu sér þátttöku í undanúrslitunum í fyrsta sinn í átta ár. Það vekur athygli að ÍBV leikur í Lengjudeildinni og því er þetta frábær árangur fyrir liðið.

Tindastóll pressaði Eyjakonur hátt upp völlinn í dag en það reyndust mistök því ÍBV náði að leysa úr því og skapa sér hættulegar stöður.

„Við erum með hraða sóknarmenn sem við nýttum mjög vel og skoruðum fyrsta markið þannig. Við hefðum getað nýtt þetta betur þegar þær stóðu hátt á okkur en við gerðum það ekki. Það voru aðrir hlutir við okkar leik sem voru frábærir á móti," sagði Jón Óli að leikslokum.

ÍBV er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og heimsækir HK í toppslag í næstu umferð.

„Það verður erfitt að ná stelpunum aftur niður á jörðina, þetta lið ofmetnast við þetta og svo skítum við upp á bak í næsta leik," svaraði Jón hlæjandi en gaf svo alvarlegra svar beint í kjölfarið.

„Nei nei, það er regla hjá okkur að við tökum bara einn leik í einu og reynum að vinna hann. Næstu tveir dagar fara kannski í að ná fólki niður eftir skemmtilegt og þreytandi ferðalag. Við þurfum að ná okkur vel niður áður en við byrjum að byggja okkur upp fyrir næstu átök."
Athugasemdir
banner
banner