Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 09. júní 2025 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Jón Ólafur Daníelsson var kátur eftir frábæran sigur ÍBV á útivelli gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Eyjakonur sigruðu á Sauðárkróki og tryggðu sér þátttöku í undanúrslitunum í fyrsta sinn í átta ár. Það vekur athygli að ÍBV leikur í Lengjudeildinni og því er þetta frábær árangur fyrir liðið.

Tindastóll pressaði Eyjakonur hátt upp völlinn í dag en það reyndust mistök því ÍBV náði að leysa úr því og skapa sér hættulegar stöður.

„Við erum með hraða sóknarmenn sem við nýttum mjög vel og skoruðum fyrsta markið þannig. Við hefðum getað nýtt þetta betur þegar þær stóðu hátt á okkur en við gerðum það ekki. Það voru aðrir hlutir við okkar leik sem voru frábærir á móti," sagði Jón Óli að leikslokum.

ÍBV er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og heimsækir HK í toppslag í næstu umferð.

„Það verður erfitt að ná stelpunum aftur niður á jörðina, þetta lið ofmetnast við þetta og svo skítum við upp á bak í næsta leik," svaraði Jón hlæjandi en gaf svo alvarlegra svar beint í kjölfarið.

„Nei nei, það er regla hjá okkur að við tökum bara einn leik í einu og reynum að vinna hann. Næstu tveir dagar fara kannski í að ná fólki niður eftir skemmtilegt og þreytandi ferðalag. Við þurfum að ná okkur vel niður áður en við byrjum að byggja okkur upp fyrir næstu átök."
Athugasemdir
banner
banner