Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 09. júní 2025 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Selfoss vann botnslaginn
Lengjudeildin
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blakala ver í leiknum.
Blakala ver í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 0 - 2 Selfoss
0-1 Aron Lucas Vokes ('41)
0-2 Frosti Brynjólfsson ('88)

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Selfoss

Fjölnir tók á móti Selfossi í botnslag Lengjudeildarinnar í dag og fór leikurinn rólega af stað þar sem hvorugt lið náði að skapa sér opin færi.

Selfyssingar voru þó hættulegri og áttu góðar marktilraunir úr föstum leikatriðum áður en Aron Lucas Vokes tók forystuna á 41. mínútu, með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu frá Frosta Brynjólfssyni.

Staðan var 0-1 í hálfleik og léku Fjölnismenn með vindinn í bakið í síðari hálfleik, en þeir náðu ekki tökum á leiknum. Selfyssingar voru áfram sterkari aðilinn, allt þar til um miðbik síðari hálfleiks þegar heimamenn í liði Fjölnis vöknuðu til lífsins.

Þeir komust í hættulegar stöður en tókst ekki að skapa mikið af færum og var Robert Blakala vel vakandi á milli stanga Selfyssinga þar sem hann bjargaði gestunum nokkrum sinnum áður en Frosti innsiglaði sigurinn.

Frosti skoraði þvert gegn gangi leiksins á 88. mínútu eftir góða sendingu frá Alfredo Ivan Sanabria. Frosti sýndi frábæra takta til að taka á móti boltanum og klára með marki.

Selfyssingar voru duglegir að eyða tímanum á lokamínútunum og missti Reynir Haraldsson haus. Hann sparkaði í Selfyssing sem var að eyða tíma við hornfánann og fékk að líta beint rautt spjald fyrir.

Lokatölur 0-2 og sitja Fjölnismenn eftir í botnsæti deildarinnar með 3 stig eftir 7 umferðir.

Selfyssingar eru komnir með 6 stig eftir þennan sigur og klifra uppfyrir Fjölni og Fylki á stöðutöflunni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir