
Grindavík 2 - 1 HK
0-1 Arnþór Ari Atlason ('34 )
1-1 Sindri Þór Guðmundsson ('83 )
2-1 Dennis Nieblas Moreno ('87 )
Rautt spjald: Adam Árni Róbertsson, Grindavík ('71) Lestu um leikinn
0-1 Arnþór Ari Atlason ('34 )
1-1 Sindri Þór Guðmundsson ('83 )
2-1 Dennis Nieblas Moreno ('87 )
Rautt spjald: Adam Árni Róbertsson, Grindavík ('71) Lestu um leikinn
Tíu leikmenn Grindavíkur unnu stórkostlegan 2-1 endurkomusigur á HK í Lengjudeildinni á Stakkavíkurvelli í dag.
Arnþór Ari Atlason skoraði fyrir HK á 34. mínútu er boltinn datt fyrir hann í teignum og skoraði hann með þrumuskoti upp í marknetið.
Hann var ekki langt frá því að tvöfalda forystu HK-inga nokkrum mínútum síðar. Eftir gott samspil HK-inga slapp Arnþór í gegn, en honum brást bogalistin og setti boltann rétt framhjá markinu.
HK-ingar voru líklegri en Grindvíkingar framan af í síðari hálfleknum og var Dagur Orri Garðarsson nálægt því að bæta við öðru er hann pressaði Matias Niemala, markvörð Grindavíkur, og komst í boltann sem fór rétt framhjá markinu.
Tuttugu mínútum fyrir leikslok fékk Adam Árni Róbertsson, leikmaður Grindavíkur, sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir glórulausa tæklingu á Ólafi Erni Ásgeirssyni, markverði HK-inga og virtist á þeim tímapunkti nánast útilokað að fá eitthvað úr þessum leik.
Grindvíkingar lögðu hins vegar ekki árar í bát og sóttu jöfnunarmark á 83. mínútu eftir stórkostlegt einstaklingsframtak Ármanns Inga Finnbogasonar sem lék á mann og annan áður en hann kom boltanum á Sindra Þór Guðmundsson sem gat ekki annað en potað boltanum yfir línuna.
Ármann Ingi var allt í öllu í sóknarleiknum og þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmarkið er Ármann setti hornspyrnu af hægri væng inn á teiginn á Dennis Moreno sem skoraði með flottum skalla.
Ævintýralegur endurkomusigur hjá Grindvíkingum sem eru komnir með 10 stig og fara upp í 4. sæti deildarinnar, en HK í 3. sæti með 11 stig.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 10 | 6 | 4 | 0 | 18 - 5 | +13 | 22 |
2. Njarðvík | 10 | 5 | 5 | 0 | 24 - 10 | +14 | 20 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þór | 10 | 5 | 2 | 3 | 25 - 17 | +8 | 17 |
5. Þróttur R. | 10 | 4 | 3 | 3 | 18 - 17 | +1 | 15 |
6. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
7. Keflavík | 9 | 3 | 3 | 3 | 16 - 12 | +4 | 12 |
8. Grindavík | 9 | 3 | 2 | 4 | 23 - 25 | -2 | 11 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 - 15 | -1 | 10 |
10. Leiknir R. | 10 | 2 | 3 | 5 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Selfoss | 10 | 2 | 1 | 7 | 8 - 21 | -13 | 7 |
12. Fjölnir | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 24 | -13 | 6 |
Athugasemdir