Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 09. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Vonast til að Gísli nái KR leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var fjarri góðu gamni í 3-3 jafnteflinu gegn FH í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.

Gísi fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar Breiðablik gerði 2-2 jafntefli gegn KA um síðustu helgi.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vonast til að Gísli verði klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn KR á mánudaginn.

„Gísli er dag frá degi. Hann var meiddur í kvöld en vonandi verður hann orðinn klár fyrir KR leikinn en maður veit það ekki," sagði Óskar Hrafn í viðtali eftir leikinn gegn FH í gær.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Óskar.
Óskar Hrafn: Ekki ásættanlegt að vera með 11 stig eftir fimm leiki
Athugasemdir
banner
banner