Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 12:56
Elvar Geir Magnússon
Ceferin segir að fyrirkomulag EM alls staðar sé ósanngjarnt
Aleksander Ceferin.
Aleksander Ceferin.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann sé ekki hlynntur því að Evrópumótið verði haldið aftur í svona mörgum löndum.

Þetta fyrirkomulag sem er á keppninni að þessu sinni var samþykkt áður en Ceferin tók við sem forseti UEFA.

Hann telur að mót með þessum hætti skapi of mörg vandamál.

„Ég styð ekki svona fyrirkomulag. Það eru of margar áskoranir og það er ekki rétt að sum lið þurfi að ferðast yfir 10 kílómetra en önnur einn kílómetra," segir Ceferin.

„Svo er þetta ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn sem eru í Róm einn daginn og þurfa að ferðast svo til Bakú í fjögurra og hálfs tíma flugi. Þetta er áhugaverð hugmynd sem er erfitt að innleiða svo ég tel að þetta verði ekki endurtekið."
Athugasemdir
banner
banner
banner