Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   lau 09. júlí 2022 19:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Góð byrjun er eiginlega það sem bjargaði okkur
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í Fossvogi hafði Víkingur, sem er að undirbúa sig undir mikilvægan leik við Malmö, betur gegn ÍA. Víkingar skoruðu þrjú mörk en gestirnir af Skaganum gáfust aldrei upp og náðu að halda þessu spennandi með tveim góðum mörkum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 ÍA

„Bara mikill léttir að hafa innbyrgt þessi þrjú stig. Þetta var mjög erfitt verkefni og að mörgu leiti örugglega erfiðara verkefni en að spila úti á móti Malmö afþví að menn eru einhvernveginn smá laskaðir og þreyttir og góð byrjun er eiginlega það sem bjargaði okkur." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í dag.

„Manni leið aldrei vel einhvernveginn, 2-1 og svo 3-2, það þarf svo lítið til í fótbolta til þess að allt fari bara í skrúfuna og fyrsta merki fyrir þreytu þá missir þú fókus og þegar þú missisr fókus þá ferður að gera allskonar mistök sem þú ert ekki vanur að gera  og það var það sem gerðist fyrir okkar leikmenn ansi oft í dag en við náðum að halda þetta út og klára leikinn og það er það sem skiptir mestu máli." 

Kristall Máni Ingason hefur verið í umfjölluninni síðustu daga eftir að ljóst var að hann væri á förum en Arnar segir hann hafi ekki verið að spila kveðjuleikinn og mun spila með Víkingum út Júlí og eigi von á að hann fari í ágúst.

„Nei alls ekki, hann mun fara í ágúst einhvertíman en vonandi náum við að kreista út júlí, það eru nokkrir mjög mikilvægir leikir í júlí og vonandi nær hann að vera með okkur allan júlí mánuð og svo verður hann væntanlega farinn." 

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson um leikmannahópinn og annað í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner