Í Fossvogi hafði Víkingur, sem er að undirbúa sig undir mikilvægan leik við Malmö, betur gegn ÍA. Víkingar skoruðu þrjú mörk en gestirnir af Skaganum gáfust aldrei upp og náðu að halda þessu spennandi með tveim góðum mörkum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 2 ÍA
„Bara mikill léttir að hafa innbyrgt þessi þrjú stig. Þetta var mjög erfitt verkefni og að mörgu leiti örugglega erfiðara verkefni en að spila úti á móti Malmö afþví að menn eru einhvernveginn smá laskaðir og þreyttir og góð byrjun er eiginlega það sem bjargaði okkur." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í dag.
„Manni leið aldrei vel einhvernveginn, 2-1 og svo 3-2, það þarf svo lítið til í fótbolta til þess að allt fari bara í skrúfuna og fyrsta merki fyrir þreytu þá missir þú fókus og þegar þú missisr fókus þá ferður að gera allskonar mistök sem þú ert ekki vanur að gera og það var það sem gerðist fyrir okkar leikmenn ansi oft í dag en við náðum að halda þetta út og klára leikinn og það er það sem skiptir mestu máli."
Kristall Máni Ingason hefur verið í umfjölluninni síðustu daga eftir að ljóst var að hann væri á förum en Arnar segir hann hafi ekki verið að spila kveðjuleikinn og mun spila með Víkingum út Júlí og eigi von á að hann fari í ágúst.
„Nei alls ekki, hann mun fara í ágúst einhvertíman en vonandi náum við að kreista út júlí, það eru nokkrir mjög mikilvægir leikir í júlí og vonandi nær hann að vera með okkur allan júlí mánuð og svo verður hann væntanlega farinn."
Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson um leikmannahópinn og annað í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |