Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   þri 09. júlí 2024 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Cole Campbell skrifar undir atvinnumannasamning hjá Dortmund
Mynd: Borussia Dortmund
Cole Campbell, fyrrum leikmaður Breiðabliks og FH, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við þýska félagið Borussia Dortmund, en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.

Cole, sem er 18 ára gamall, gekk í raðir Dortmund frá Breiðabliki sumarið 2022.

Hann var stórkostlegur með U19 ára liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 18 mörk og gaf 19 stoðsendingar´i 52 leikjum í öllum keppnum.

Cole hefur gert nýjan fjögurra ára samning við Dortmund og er ljóst að honum verður ætlað stórt hlutverk í framtíðinni.

Í byrjun ársins valdi hann að spila fyrir Bandaríkin í stað Íslands, en faðir hans er bandarískur á meðan móðir hans er íslensk.


Athugasemdir
banner
banner