Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 08. mars 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cole Campbell velur Bandaríkin fram yfir Ísland (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cole Campbell er búinn að velja bandaríska landsliðið framyfir það íslenska. Bandaríska fótboltasambandið hefur staðfest fregnirnar.

   10.11.2023 15:40
Ísland eða Bandaríkin? - „Stór ákvörðun sem sjálfsagt er ekki auðvelt að taka"


Campbell er nýlega orðinn 18 ára gamall og hefur fengið samþykki hjá FIFA um að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska.

Cole, sem er að gera flotta hluti með unglingaliði Borussia Dortmund, var lykilmaður í U17 landsliði Íslands en mun spreyta sig með yngri landsliðum Bandaríkjanna á næstu árum.

Cole er alinn upp í Bandaríkjunum en er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann flutti til Íslands árið 2020 og spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann gekk í raðir Borussia Dortmund.

Hann er sonur Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur, eða Rakel Karvelsson eins og hún er einnig þekkt, sem var kjörin besta fótboltakona Íslands um aldamótin. Rakel er fædd í Bandaríkjunum en á tvo íslenska foreldra.

Rakel skoraði 7 mörk í 10 A-landsleikjum og raðaði inn mörkunum með Breiðabliki í efstu deild kvenna, en sleit krossband og lagði skóna á hilluna þegar hún var aðeins 25 ára gömul.

Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi Cole með bandaríska landsliðinu og Borussia Dortmund á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner