Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   þri 09. júlí 2024 22:03
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Þurfum að bíta í það súra núna
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Víkingar tóku á móti Shamrock Rovers í 1.umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 

Víkingar byrjuðu einvígið á heimavelli og þrátt fyrir að liggja svolítið á gestunum vildi markið ekki láta sjá sig.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Svekkjandi. Mér fannst við eiga miklu meira skilið úr þessu en svona er fótboltinn stundum." Sagði Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst þeir bara koma hingað til þess að pakka í vörn. Þeir voru ekkert að spila neinn tiki-taka fótbolta. Þeir komu hingað bara til þess að fá 0-0 eða 1-1. Þeir voru bara að reyna fara með úrslit tilbaka og þeir gerðu það. Við áttum að vera betri, það er bara þannig." 

Shamrock Rovers lágu töluvert tilbaka og voru virkilega þéttir fyrir. Danijel Djuric segir að Víkingar hafi alveg verið viðbúnir því.

„Jájá, við vorum það en við áttum bara að nýta þetta aðeins betur. Þetta vantaði bara aðeins meiri gæði fannst mér." 

Víkingar réðu lögum og lofum í leiknum og var virkilega svekkjandi að ná ekki inn allavega einu marki. 

„Það er ógeðslega svekkjandi. Það er svo erfitt þegar það er múrað fyrir markið og maður er að reyna opna glufur og reyna gera glufur en það virkar bara ekki. Þetta var ekki skemmtilegasti leikurinn fannst mér." 

Víkingar ná ekki að skora mark í kvöld sem gerir einvígið ögn flóknara og erfiðara fyrir seinni leikinn.

„Miklu erfiðara. Við ætluðum að koma hingað og spila sóknarsinnaðan bolta og skora svona 2-3 en það bara virkaði ekki og stundum er fótboltinn bara þannig og við þurfum að bíta í það súra núna."

Nánar er rætt við Danijel Dejan Djuric í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir