Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 09. júlí 2024 10:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Shamrock: Höfðum það ekki í fyrra
Stephen Bradley.
Stephen Bradley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svekkelsi á Kópavogsvelli.
Svekkelsi á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verða um 50 Írar í stúkunni.
Verða um 50 Írar í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þeir eru gott lið, það sést að þeir eru vel þjálfaðir og mjög hættulegir á sóknarþriðjungi. Þetta verður erfitt einvígi'
'Þeir eru gott lið, það sést að þeir eru vel þjálfaðir og mjög hættulegir á sóknarþriðjungi. Þetta verður erfitt einvígi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rory Gaffney verður ekki með.
Rory Gaffney verður ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shamrock tapaði einvíginu gegn Breiðabliki 3-1.
Shamrock tapaði einvíginu gegn Breiðabliki 3-1.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tekur á móti Shamrock í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 á Víkingsvelli og fer seinni leikurinn fram ytra eftir viku.

Íslendingar ættu að kannast ágætlega við Shamrock því liðið mætti Breiðabliki í fyrra og vann Breiðablik það einvígi með því að vinna báða leikina.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

Stephen Bradley er áfram við stjórnvölinn hjá írsku meisturunum og ræddi hann við írska fjölmiðla í gær.

„Víkingar eru svipaðir og Breiðablik fram á við, hætturnar eru svipaðar og þeir reyna svipaða hluti. Það eru klárlega svæði þar sem við getum sært þá en við vitum að við þurfum að eiga toppleik."

„Í Evrópu, ef þú ert ekki að spila þinn besta leik, þá er þér fljótt refsað. Við vitum hvar þeir eru sterkir, við vitum hvar við getum sært þá en við þurfum að passa upp á að vera einbeittir."


Ólíkt síðustu tímabilum þá kemur Shamrock ekki inn í Evrópuverkefni sem topplið írsku deildarinnar. Liðið er í 4. sæti, þrettán stigum á eftir Shelbourne.

Bradley var spurður út í fjárhæðirnar sem eru í boði með góðum Evrópuárangri. Liðið skilaði taprekstri í fyrra og fékk umtalsvert lægri tekjur frá UEFA heldur en árið áður þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni. Í fyrra var liðið slegið út af Breiðabliki og svo Ferencvaros í Sambandsdeildinni.

„Allir í írskum fótbolta, og í öllum smærri þjóðum Evrópu, skilja að Evrópa er tækifæri til þess að fá inn háar fjárhæðir fyrir félagið."

„Það er ekki hægt að tala í kringum hversu mikilvægt það er en, sem stjóri, og sem lið, þá er einbeitingin ekki á því í gegnum allt ferlið."

„Þetta snýst um andstæðinginn sem er fyrir framan þig, hvernig við ætlum að stöðva hann og særa hann - svo einfalt er það."

„Ef þú ferð að hugsa um allt í kring, þá missiru sjónar á því sem þetta snýst um."


Bradley nefnir að styrkleiki Víkings, sem hefur ekki tapað í tólf leikjum, sé í víddunum. „Þeir hafa skorað 26 mörk af köntunum, það sýnir okkur hversu hættulegir þeir eru þar."

„Þeir eru mjög góðir á síðasta þriðjungi; alltaf að nýta sér kantana og ná skrokkum inn á vítateiginn, þar sem þeir eru mjög sterkir."

„Að því sögðu, þá trúi ég því að ef við erum á okkar degi, þá erum við með nógu gott lið til að valda þeim miklum vandræðum á hinum enda vallarins."


Hann segir að Shamrock hafi myndað sér gott tengslanet á Íslandi.

„Við höfum komið nokkrum sinnum til Íslands í gegnum árin til að byggja upp sambönd við aðra stjóra, önnur félög og njósnara. Þegar þú færð svo andstæðing frá Íslandi þá heyrirðu í fólki sem þú þekkir og færð eins mikið af upplýsingum og þú getur. Að sjálfsögðu vinnur þú svo þína heimavinnu og fylgist vel með."

Í írskum fjölmiðlum er sagt frá því að um 50 stuðningsmenn Shamrock hafi ferðast til Íslands.

„Þetta snýst um hverju þú mætir á vellinum, ekki hverju þú mætir í stúkunni. Sama hvort það verði 10 í stúkunni eða 10 þúsund, það breytir ekki því að Víkingarnir eru mjög góðir í því sem þeir gera. Við þurfum að reyna núlla það út og koma okkar einkenni á leikinn. Okkar markmið er að komast áfram úr þessu tveggja leikja einvígi og það verkefni byrjar á þriðjudagskvöld."

„Það er alltaf gott að fara heim með möguleika á því að gera eitthvað á okkar heimavelli, Tallaght, en við vitum að við þurfum að vinna okkar vinnu hér fyrst. Ef við gerum það og fáum okkar fólk á Tallaght, þá er það ekki draumastaður fyrir neinn andstæðing."


Aaron McEneff, Lee Grace, Graham Burke og Rory Gaffney verða ekki með en Bradley er ánægður með að hafa endurheimt nokkra leikmenn á síðustu viku.

„Á síðustu 2-3 vikum þá höfum við séð skrokka snúa til baka sem hefur hjálpað okkur. Þeir fengu fleiri mínútur í lappirnar á fimmtudaginn (gegn Dundalk)."

„Neil Farrugia er mættur til baka, Trevor Clarke er heill og Darragh Burns er einnig kominn til baka, við vorum ekki með þessa kosti í fyrra."

„Það er mjög mikilvægt að vera með góða kosti úti í víddinni þegar kemur að Evrópu, þú þarft hraða og kraft og við höfum það til taks í ár sem er eitthvað sem við höfðum ekki í fyrra."

„Þetta er mjög mikilvægur hluti af því sem þú ert að gera, kantarnir eru ekki eini hluturinn sem þú nýtir, en þeir eru mjög mikilvægur hluti leiksins."

„Ef þú ert ekki með ógn út í víddunum þá getur andstæðingurinn breytt pressunni og þá verður leikurinn öðruvísi, eins og gerðist gegn Breiðabliki í fyrra."

„Breiðablik sá það mjög fljótt í fyrra, en núna erum við með leikmenn sem hafa þessa kosti og það breytir því hvernig þeir geta pressað okkur."

„Víkingur er gott lið, það ætti ekki að koma okkur á óvart. Við sáum öll Breiðablik í fyrra og Víkingur er svipað lið."

„Þeir eru gott lið, það sést að þeir eru vel þjálfaðir og mjög hættulegir á sóknarþriðjungi. Þetta verður erfitt einvígi."


Norðmaðurinn Sigurd Kringstad dæmir leikinn og í írskum fjölmiðlum er sagt að áherslurnar í Evrópu verði þær sömu og á EM; einungis fyrirliði megi ræða við dómarana.

„Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur hvernig þetta verður, en við höfum fengið sendar upplýsingar varðandi áherslurnar á EM. Þær færast yfir í Evrópuleikina, litlir hlutir eins og að ræða við dómarana. Það getur einungis verið fyrirliðinn, aðrir eiga á hættu að fá spjald. Það mun taka tíma að venjast því og vonandi sýnir dómari leiksins því skilning," sagði Bradley.

Tékknesku meistararnir í Sparta Prag verða andstæðingarnir fyrir sigurvegarann í einvígi Víkings og Shamrock.
Athugasemdir
banner